Afþreying

Berserkjagata

Niðurhal

Myndir af leið

Mynd afBerserkjagata

Höfundur

Tölfræði leiðar

Fjarlægð
1,01 km
Heildar hækkun
0 m
Tæknilegir erfiðleikar
Auðvelt
Lækkun
0 m
Hám. hækkun
11 m
TrailRank 
21
Lágm. hækkun
4 m
Tegund leiðar
Ein leið
Hnit
58
Hlaðið upp
3. júní 2010
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila

nálægt Bjarnarhöfn, Vesturland (Ísland)

Skoðað 5633sinnum, niðurhalað 24 sinni

Myndir af leið

Mynd afBerserkjagata

Lýsing ferðaáætlunar

Sagan um berserkina er í Eyrbyggju og endursögn Jóns Ólafssonar frá Grunnavík af Heiðarvígasögu, sem er líklega elzt Íslendingasagna, rituð í lok 12. aldar, en Eyrbyggja í upphafi hinnar þrettándu. Eftirtalin fjögur mannvirki tengd sögunni hafa varðveitzt, Berserkjagata, Berserkjadys, landamerkjagarður og fjárrétt. Eyrbyggja segir, að Vermundur mjóvi í Bjarnarhöfn hafi flutt berserkina, Halla og Leikni, sem voru af sænskum ættum, með sér til landsins 982 frá Noregi. Hans bróðir var Víga-Styr, sem bjó undir Hrauni á bænum, sem síðast hét Berserkjahraun. Vermundur vildi ekki búa undir oki ofstopamannsins, bróður sins. Honum láðist þó að láta berserkina hafa nóg fyrir stafni og þeir fóru að ókyrrast. Þá snéri Vermundur sér til bróður sins og bað hann taka við þeim, sem hann gerði óviljugur. Hann hafði þá til aðstoðar við að vega menn en verkefnin voru ekki næg, þótt mikið blóð flyti. Halli vildi að Styr gæfi honum dóttur sína, Ásdísi, eða missa vináttu hans ella.

Víga-Styr ráðgaðist við Snorra goða á Helgafelli heilan dag vegna þessa vanda og fór heim með góð ráð. Þegar heim kom, var hann jákvæður í garð Halla, en sagði, að þeir yrðu að leysa nokkrar þrautir áður en af ráðahagnum yrði. Síðan sagði hann þeim að þeir yrðu að ryðja götu í gegnum hraunið til Bjarnarhafnar, leggja hagagarð yfir það og byrgi fyrir innan það. Það rann á þá berserksgangur og þeir luku þessum verkum á tiltölulega skömmum tíma. Á meðan hafði Styr látið grafa baðstofu í jörð niður heima við með glugga yfir ofninum, þannig að hella mátti vatni þar í gegn. Hann bauð berserkjunum til baðhússins, þegar þeir komu heim frá verkinu móðir mjög. Síðan lét Styr bera stórgrýti á hlemminn yfir innganginum og hellti sjóðandi vatni á ofninn. Þótt mikið væri dregið af berserkjunum, brutust þeir út en Styr tókst að leggja þá í gegn með sverði sínu. Skrokkarnir voru fluttir út á hraunið og dysjaðir í hraunlaut við sjálfa götuna.

Texti fenginn frá vefnum nat.is

English:
http://www.nat.is/travelguideeng/plofin_berserk_lava.htm

Athugasemdir

    Þú getur eða þessa leið