Afþreying

Laufafell, Skyggnishlíðar, Skyggnir, Hungurfit. 29. ágúst 2015

Niðurhal

Myndir af leið

Mynd afLaufafell, Skyggnishlíðar, Skyggnir, Hungurfit. 29. ágúst 2015 Mynd afLaufafell, Skyggnishlíðar, Skyggnir, Hungurfit. 29. ágúst 2015 Mynd afLaufafell, Skyggnishlíðar, Skyggnir, Hungurfit. 29. ágúst 2015

Höfundur

Tölfræði leiðar

Fjarlægð
19,06 km
Heildar hækkun
1.413 m
Tæknilegir erfiðleikar
Miðlungs
Lækkun
1.334 m
Hám. hækkun
1.157 m
TrailRank 
40
Lágm. hækkun
588 m
Tegund leiðar
Ein leið
Tími
9 klukkustundir 42 mínútur
Hnit
2759
Hlaðið upp
30. ágúst 2015
Tekið upp
ágúst 2015
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila

nálægt Skogar, Suðurland (Lýðveldið Ísland)

Skoðað 2886sinnum, niðurhalað 37 sinni

Myndir af leið

Mynd afLaufafell, Skyggnishlíðar, Skyggnir, Hungurfit. 29. ágúst 2015 Mynd afLaufafell, Skyggnishlíðar, Skyggnir, Hungurfit. 29. ágúst 2015 Mynd afLaufafell, Skyggnishlíðar, Skyggnir, Hungurfit. 29. ágúst 2015

Lýsing ferðaáætlunar

Haustganga HH. Gistum í Hungurfitjum og ókum að Laufafelli (tekur rétt um 30 mín). 17 manns. Gengum af stað rétt rúmlega kl. 9:00 á Laufafell. Gengum hægt upp, enda útsýnið svo stórkostlegt að það var bara ekki annað hægt. Fyrir hverja 50 hæðarmetra bættist við útsýnið. Klæddum okkur betur áður en við komum upp á efstu brúnina, því það var nokkur vindur ennþá og nauðsynlegt að geta notið þess að vera kominn á þetta mikla útsýnisfjall. Gengum hring á Laufafelli, til að sjá vel til allra átta og þarna fengum við útsýni á 10 jökla svo dæmi sé tekið, enda aðstæður með því besta sem gerist. Jöklarnir eru: Þórisjökull, Langjökull, Hofsjökull, Vatnajökull, Torfajökull, Háskerðingur, Mýrdalsjökull, Eyjafjallajökull, Tindfjallajökull og Blesárjökull. Einnig má gjarnan nefna Heklu, Jarlhettur, Rauðufossafjöll, Kerlingarfjöll, Arnarfell hið mikla, Löðmund, Háöldu, Höfðana, Sveinstind við Langasjó, Hrafntinnusker, Skerínef, Stóra-Grænafjall, Stórusúlu, Kerlingahnúka og Öldufell við Mýrdalsjökul, Hattfell og svo mætti lengi telja. Eftir góða nestispásu í hlíðum Laufafells héldu 4 göngumenn í bílana en afgangur hópsins gekk áfram eftir Skyggnishlíðum, framhjá Skyggnisvatni og að Skyggni. Þar skelltu 7 hressir göngumenn sér á Skyggni og áfram síðan eftir Skyggnishlíðum í Hungurfit, en sumir slepptu Skyggni og gengu sem leið lá í Hungurfit. Þessi dagsganga er því frábær að því leiti að allir fá eitthvað fyrir sinn snúð og geta að hluta til valið hversu löng og erfið gangan er. Gott dagsverk í bestu aðstæðum sem hægt er að fá.

Athugasemdir

    Þú getur eða þessa leið